Hægeldaðir lambaskankar í rauðví...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk BEIKON, hrátt
 • 3 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 8 stk LAMBALEGGUR
 • 3 dl Vatn
 • 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 3 stk TÍMÍAN
 • 15 stk SVEPPIR, hráir
 • 2 msk STEINSELJA
 • 50 gr SMJÖR, sérsaltað
 • 750 ml RAUÐVÍN
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 7 stk LAUKUR, Shallot-

Aðferð:

Penslið lambaskanka með olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í 190°C heitum ofni í 10-15 mín. Hitið olíu á pönnu og látið beikon, lauk og sveppi krauma í 2 mín. Hellið síðan blöndunni yfir skankana ásamt tómatþykkni, lárviðarlaufum, tímíani og rauðvíni. Lækkið hitann í 120°C og bakið í 3 1/2-4 klst. Hellið þá vökvanum úr ofnskúffuni í pott ásamt vatni og þykkið með sósujafnara. Bætið smjöri í sósuna og hrærið í með písk þar til smjörið hefur bráðnað. Hellið þá sósunni yfir skankana og stráið steinselju yfir. Berið fram með kartöflumús.

Ráð

Dominique og Eymar mæla með þurru og bragðmiklu Cabernet Sauvignon (t.d. Sardasol Reserva frá Spáni), eða Chianti Classico víni (t.d. Castello di Querceto) – eða eiginlega uppáhaldsvíni á meðan það er þurrt og nokkuð þétt.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 314 16%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu
Tommasi Ripasso
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Ripasso
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gengur vel með t.d. lambakjöti, kálfakjöti, nautakjöti, gæs og önd. Þetta er mjög gott ostavín og þá sérstaklega með hörðum ostum. Tommasi Ripasso...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér